Styrking
hverfiskjarna
Mikilvægur þáttur í hverfisskipulagi Breiðholts er að styrkja hverfiskjarna og efla nærþjónustu sem er til staðar í borgarhlutanum til að skapa aukin tækifæri fyrir blómlega verslun og fjölbreytta þjónustu í göngufæri fyrir íbúa. Styrking hverfiskjarna hefur jákvæð áhrif á mannlífið og hverfin verða bæði líflegri og eftirsóknarverðari búsetukostur

Hverfin í borgarhluta 6, Breiðholti, eru almennt vel sett hvað varðar aðgengi að fjölbreyttri verslun og þjónustu, m.a. vegna nálægðar við Mjóddina. Þar er stefnt að frekari uppbyggingu með atvinnuhúsnæði og nýjum íbúðum sem mun auka verslun og þjónustu enn frekar. Um er að ræða mjög umfangsmiklar breytingar sem ekki verða útfærðar í hverfisskipulagi heldur verður gert sérstakt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Norður Mjódd.
Í hverfisskipulagskynningunni sumarið 2020 bárust margar athugasemdir vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar hverfiskjarnans við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og uppbyggingaráforma við Rangársel/Hólmasel í Seljahverfi og Austurberg/Gerðuberg í Efra Breiðholti. Þá má nefnda að ábendingar komu einnig um vöntun á matvörubúð í vesturhluta Seljahverfis og um að skyndibitastaðir, jafnvel pöbbar, mættu vera fleiri í Breiðholtinu. Þá höfðu ýmsir áhyggjur af því að þrátt fyrir áform um þéttingu byggðar muni verslunarrekstur áfram ganga illa innan hverfanna, nema þá helst þar sem lágvöruverslanir eru starfandi
Neðra Breiðholt
Nærþjónusta í Neðra Breiðholti er í kjarnanum við Arnarbakka. Uppbygging kjarnans er áfram í forgangi í hverfisskipulaginu, enda er aðkoma, aðstaða og allt umhverfi verslunar- og þjónustukjarnans nú fremur bágborið.
Hverfin í Breiðholti eru almennt vel sett hvað varðar aðgengi að fjölbreyttri verslun og þjónustu, m.a. vegna nálægðar við Mjóddina

Hverfiskjarninn við Arnarbakka verður styrktur með því að fjarlægja gömlu húsin og reisa nýjar byggingar sem bæta og fegra umhverfið
Arnarbakki
Núverandi staða við Arnarbakka þar sem hugmyndir eru um að styrkja hverfiskjarnann.
Mynd: Bragi Þór Jósefsson.
Nýbyggingar við Arnarbakka aðlagaðar byggðinni
Hverfiskjarninn verður styrktur með því að fjarlægja gömlu húsin og reisa nýjar byggingar sem bæta og fegra umhverfið, búa til hverfistorg og tengja kjarnann við borgargötu hverfisins. Í kjölfar athugasemda í hverfisskipulagskynningunni sumarið 2020 hefur útlit og þakform fyrirhugaðra nýbygginga í hverfiskjarnanum verið aðlagað byggðinni sem er þar fyrir. Jafnframt var fallið frá áformum um að byggja fjölnotahús, byggja á svokölluðu Bakkatúni og koma upp matjurtargörðum á svæðinu. Áform eru um að nýju byggingarnar í hverfiskjarnanum verði alls um 12.000 m², með verslunum og þjónustu á hluta jarðhæða.

Arnarbakki – tillögur að breytingum 2020 og 2021
Til vinstri eru hugmyndir frá ágúst 2020 um uppbyggingu á og í kringum hverfiskjarnann við Arnarbakka. Til hægri eru nýjar tillögur að skipulagi svæðisins sem gerðar voru í kjölfar athugasemda í hverfisskipulagskynningunni sumarið 2020. Myndir: Basalt arkitektar.



Arnarbakki – nýtt útlit á nýjum byggingum
Horft í átt að nýju hverfiskjarnahúsunum til vinstri. Útivistarsvæði og gönguleiðir á svokölluðu Bakkatúni, austan við hverfiskjarnann.

- Arnarbakki – tillaga að deiliskipulagi
- Skoða Arnarbakka í Miðasjá
Seljahverfi
Þéttleiki byggðarinnar í Seljahverfi er mun minni en í öðrum hverfum Breiðholtsins og lítið um verslun og þjónustu í göngufæri. Ástæðan er m.a. að það vantar heppilegt húsnæði fyrir verslun, þjónustu og atvinnustarfsemi í hverfinu og ekki síður miðsvæði.
Farið verður í endurskipulagningu Rangársels – Hólmasels, bæði varðandi íbúðir, atvinnustarfsemi og þróun félagslegs húsnæðis
Seljahverfi
Núverandi staða við Rangársel og Hólmasel. Ákveðið hefur verið að svæðið verði sérstakt þróunarsvæði til að byggja það upp sem hverfismiðju Seljahverfisins.
Mynd: Reykjavíkurborg
Rangársel – Hólmasel verður þróunarsvæði
Áform um uppbyggingu hverfismiðju við Rangársel, þar sem horft var til þess að öflug starfsemi og mannlíf gæti þróast í góðum tengslum við tjörnina og garðsvæðið við Hólmasel, fengu nokkuð blendnar viðtökur í hverfisskipulagskynningunni sumarið 2020. Höfðu íbúar áhyggjur af aukinni umferð samfara uppbyggingu og óttuðust í ljósi fyrri reynslu að rekstur myndi ganga illa. Þá þótti mörgum að betur hefði mátt takast til með samráð við íbúa vegna annarra verkefna sem tengjast svæðinu.
Allar athugasemdir sem bárust voru sendar ráðgjöfum til efnislegrar skoðunar. Í framhaldinu hefur verið ákveðið að gera umrætt svæði að sérstöku þróunarsvæði. Farið verður í endurskipulagningu Rangársels/Hólmasels, bæði varðandi íbúðir, atvinnustarfsemi og félagsleg úrræði. Gert verður sérstakt deiliskipulag fyrir reitinn þar sem hugað verður að eftirfarandi þáttum:
– Borgargata við Rangársel og Hólasel með hverfistorgi, grenndarstöð, deilibílum og rafhleðslustöð.
– Íbúðir allt 100, aðallega á efri hæðum.
– Atvinnustarfsemi í hluta húsnæðis.
– Þjónustu, s.s. kaffihús og verslun.
– Aðstaða fyrir samfélagsþjónustu bætt, s.s. félagsmiðstöð fyrir alla.
– Skátar hafa óskað eftir húsnæði á svæðinu.

Þróunarsvæðið
Rangaársel – Hólmasel er nú skilgreint sem þróunarsvæði og hverfiskjarni í hverfisskipulagi. Svæðið er um 47 þúsund m² að stærð.
Teikning: Jakob Jakobsson arkitekt.

Rangársel
Hverfiskjarninn við Rangársel í dag.
Mynd: Bragi Þór Jósefsson
Efra Breiðholt
Miðja Efra Breiðholts er við Gerðuberg og Austurberg og þar tengjast þjónustustofnanir hverfisins; Menningarhúsið Gerðuberg, bókasafnið, heilsugæslan, sundlaugin og framhaldsskólinn.
Styrkja á Gerðuberg-Austurberg bæði sem miðju Breiðholtsins og hverfiskjarna með auknu framboði á bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði
Efra Breiðholt
Núverandi staða við Austurberg, sem hugmyndir eru um að styrkja sem hverfiskjarna og miðju Breiðholtsins.
Mynd: Reykjavíkurborg.
Hugmyndin er að styrkja þetta miðsvæði, bæði sem hverfiskjarna og fyrir Breiðholtið í heild sinni, með auknu framboði á bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði og auka þannig jafnvægi í fjölda íbúða og atvinnutækifæra.
Við Austurberg eru bílastæði víða í forgrunni á kostnað aðlaðandi og mannvænna almenningsrýma. Til að styrkja bæði þessa miðju Breiðholtsins og hverfiskjarnann voru sumarið 2020 kynnt áform um að heimila byggingu á rúmlega 33.000 m² af atvinnu- og íbúðarhúsnæði á bílastæðum og ónýttu landi á svæðinu þar sem horft var til þess að bæði atvinnuhúsnæði og íbúðir geti verið á jarðhæðum og íbúðir á efri hæðum nýbygginga.
Skiptar skoðanir voru meðal íbúa um þessi áform. Var m.a. spurt hvort ekkert ónýtt svæði mætti vera í Breiðholti en aðrir lýstu yfir ánægju og vildu efla hverfistorgið við Gerðuberg, svokallað Markúsartorg, enn frekar með kaffishúsi og fjölbreyttari þjónustu.
Gerðuberg – Austurberg
Núverandi staða til vinsti. Til hægri eru sýndar hugmyndir um hvernig auka mætti framboð á bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði til að styrkja þessa miðju Efra Breiðholtsins og hverfiskjarnann þar.
Teikning: ?
Ætlunin er samkvæmt hverfisskipulaginu að útfæra torgið samhliða uppbyggingu á svæðinu samkvæmt hverfisskipulaginu, styrkja íþróttamannvirki í og við hverfiskjarnann og gera Austurbergið að borgargötu með stoppistöðum almenningssamgangna, hleðslustöðvum rafbíla og stæðum fyrir deilibíla. Þá liggur fyrir að Fjölbrautarskóli Breiðholts byggir við Hraunberg 8 og frekari stækkunarmöguleikar skólans eru við Austurberg 5. Fjölmenningarlegri dansmiðstöð er ætlað pláss við Gerðuberg 1. Áform eru um frekari uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á svæðinu með íbúðum á efri hæðum og húsfélög fá heimildir fyrir ofnaábyggingum gegn því að komið sé fyrir lyftum í viðkomandi fjölbýlishúsum.´
Lóð Fjölbrautarskóla Breiðholts
Hugmyndir voru settar fram um byggingu 120-170 íbúða á lóð fjölbrautarskólans við Hraunberg 8 í hverfisskipulagskynningunni sumarið 2020 en í staðinn fengi skólinn heimild til að reisa nýbyggingar fyrir verkstæði og kennsluhúsnæði á lóð sinni við Austurberg. Í athugasemdum íbúa komu m.a. fram áhyggjur um að nýbyggingarnar kynnu að rýra útsýni úr íbúðum á lóðum í kring og nýjum íbúðum muni fylgja aukinnumferðarþungi sem væri þegar vandamál við heilsugæsluna og Gerðuberg.
Þá hafa farið fram viðræður við menntamálaráðuneyti, skólayfirvöld FB og Framkvæmdasýslu ríkisins. Af þeirra hálfu var mikil áhersla lögð á að byggja upp aðstöðu fyrir skólann samkvæmt eldri skipulagsheimildum og hefur nú verið heimilað að reisa tvær skemmur við Hraunberg 8, svipaðar þeirri sem er fyrir á lóðinni.
Lóð Fjölbrautarskólans í Breiðholti í dag
VIDEÓ UM GERÐURBERG – AUSTURBERG OG FB LÓÐINA??
Þróunarsvæði við Eddufell – Völvufell
Búið er að heimila að byggja upp aðstöðu fyrir Fjölbrautarskóla Breiðholts samkvæmt eldri skipulagsheimildum

Við Eddufell og Völvufell eiga eldri byggingar að víkja og nýtt húsnæði á að rísa sem hýsi bæði sameinaðan leikskóla hverfisins, stúdentagarða og raðhús, ásamt sérhæðum

Eddufell – Völvufell
Til vinstri eru tillögurnar sem kynntar voru í ágúst 2020 og hægra megin má sjá breytingar sem er búið að gera eftir samráð við íbúa.
Myndir: Krads arkitektar.

Eddufell – Völvufell
Myndin sýnir hugmyndir um hvernig fjarlægja megi eldri byggingar og reisa nýtt húsnæði fyrir bæði leikskóla, stúdentagarða, verslun, þjónustu og íbúðir, raðhús og sérhæðir.
Mynd: Krads arkitektar
NýttVIDEÓ UM Eddufell – Völvufell???