Tillaga
Tillaga Yrki arkitekta, Dagný Land
Design og Hnit verkfræðistofu
Ný byggð ofan á Sæbrautarstokk tengir saman hið rótgróna Vogahverfi við nýja hverfi Vogabyggðar. Stokkurinn skapar einnig nýja og sterkari tengingu Vogahverfis við Elliðaárnar og Elliðaárdal. Við þetta verður til samfelld byggð frá Laugardal að Elliðaárdal.
Ný byggð ofan á stokknum
Ný byggð ofan á Sæbrautarstokk tengir saman hið rótgróna Vogahverfi við nýja hverfi Vogabyggðar. Stokkurinn skapar einnig nýja og sterkari tengingu Vogahverfis við Elliðaárnar og Elliðaárdal. Við þetta verður til samfelld byggð frá Laugardal að Elliðaárdal.
Nýjar byggingar á stokknum eru framlengdar frá lóðum austan við Sæbraut. Þannig brúa nýjar byggingar Vogabyggð við Vogahverfi.
Myndband sem sýnir Sæbraut í stokk – Tillaga Yrki arkitekta, Dagný Land Design og Hnit verkfræðistofu

- Ný byggð og kjarnastöð.
- Bleikt Ný byggð
- Blátt: Kjarnastöð Borgarlínu
Útfærsla á stokki
Stokkurinn nær frá gatnamótum Skeiðarvogs og Sæbrautar að mislægum gatnamótum við Vesturlandsveg. Við þetta detta út tvö ljósastýrð gatnamót á Sæbraut, við Skeiðarvog og Súðarvog.
Suðurlandsbraut tengist Dugguvogi yfir stokk. Gert er ráð fyrir meginumferð bíla eftir Dugguvogi, þaðan sem aðgengi er að íbúðagötum og samrými.

Inngarðar og torg í íbúðabyggð, horft til norðurs
Nýr hverfiskjarni
Kjarnastöðvar Borgarlínu eru samgöngumiðstöðar þar sem gera má ráð fyrir mikilli umferð gangandi vegfarenda. Stöðvarnar eru mikilvægir tengipunktar í leiðarkerfi Strætó og Borgarlínu. Slíkt skapar nýjar forsendur fyrir verslanir og þjónustu sem reiða sig á mikla umferð fólks. Þannig verður til hvati til að reka verslun og þjónustu í og við kjarnastöðvar.
Lagt upp með að staðsetja meirihluta verslana og þjónustu í og við kjarnastöðina þannig að nýr hverfiskjarni verður til.
Kjarnastöðin
Staðsetning stöðvarinnar, mitt á milli Vogahverfis og Vogabyggðar, gerir hana aðgengilega báðum hverfum.
Kjarnastöð Borgarlínu er staðsett ofan á stokknum við enda Súðarvogar og Dugguvogar. Suðurlandsbraut er framlengd og mætir Dugguvogi við kjarnastöðina.
Við kjarnatöðina er byggðarkjarni undir verslun, þjónustu og skrifstofur.
Kjarnastöð við enda Dugguvogar skapar forsendur fyrir frekari uppbyggingu á verslun og þjónustu við götuna og er starfsemi beint þangað. Dugguvogur verður þannig þjónustu- og verslunargata hverfisins.

Vogatorg við kjarnastöð Borgarlínunnar.
Vogatorg
Kjarnastöðin og byggingarnar við hana mynda nýtt torg, Vogatorg, sem opnast til suðurs.
Byggðin mótar skjól fyrir norðanáttum á torginu og gert er ráð fyrir að starfsemi jarðhæða geti opnað sig út á torgið.
Dugguvogur í samrými fyrir gangandi og hjólandi
Bein tenging frá Vogaskóla og Menntaskólanum við Sund er tryggð með því að breyta Snekkjuvogi í samrými (e. shared space) þar sem gangandi og hjólandi umferð getur haldið áfram inn í Vogabyggð frá Barðavogi en bílaumferð kemst þar ekki yfir stokkinn.
Eins og komið hefur fram er tillagan byggð fyrst á forsendum gangandi vegfarenda. Gangandi fara hægar yfir og hafa því tækifæri til að upplifa og skynja umhverfi sitt betur.
Þannig er vel gætt að þéttu neti gönguleiða eftir götum og stígum milli almenningssvæða svo að svæðið bjóði bæði upp á skilvirkar gönguleiðir til að ferðast eftir en líka góða og fjölbreytta upplifun ef löngun verður til að taka lengri leiðina heim.
