Tillaga 01

01

Tillaga Arkís, Landslags og Mannvits

Miklatorg er nýtt og fjölbreytt miðsvæði sem býður upp á verslun, þjónustu og atvinnuhúsnæði í bland við fjölbreyttar íbúðagerðir. Lega Borgarlínu fellur vel að þessari nýju, þéttu borgarbyggð, enda er Borgarlínan eitt af lykilstefnum í þróun byggðarmynstursins.

Gert er ráð fyrir 3-5 hæða byggð sem sækir formtungumál og yfirbragð til þeirra rótgrónu hverfa sem umfaðma Miklatorg. Randbyggðarmynstur er því mest áberandi við suður- og vesturhluta svæðisins, næst Hlíðarenda, en stakstæðar byggingar verða algengari eftir því sem nær dregur Hlíðum og Norðurmýri.

Gangnamuni til vesturs.
Krossmýrartog stendur við Borgarlínuásinn sem liggur í gengum miðju svæðisins. Við togið verður menningarhús og fjölbreytt verslun og þjónusta. Fyrir aftan menningarhúsið er almenningsgarður.

Púslið sem vantaði

Svæðið sunnan Norðurmýrar á sér margar birtingarmyndir í stuttri rúmlega 100 ára sögu þéttbýlismyndunar í Reykjavík. Nú er þar gjá með þungum straumi umferðar sem sker byggðina og í sundur og torveldar aðgengi að grænum svæðum.
Miklatorg verður nýr hverfiskjarni sem tengir saman Norðurmýri, Hlíðarenda, Hlíðar og Þingholt, meðal annars um lóð Nýs Landsspítala. Ennfremur er Miklatorg mikilvægur tengipunktur þessara hverfa við önnur hverfi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins alls.
Þróun þessa nýja miðsvæðis er möguleg með tilkomu Miklubrautarstokks sem tengir ofangreind hverfi í samfellt byggðamynstur þar sem öruggar og aðlaðandi leiðir vistvænna samgöngumáta eru í forgangi. Miklatorg er púslið sem vantaði til að tengja byggðamynstur Norðurmýrar, Hlíðarenda, Hlíða og Þingholta/Nýs Landspítala.
Gangnamuni til vesturs.
Krossmýrartog stendur við Borgarlínuásinn sem liggur í gengum miðju svæðisins. Við togið verður menningarhús og fjölbreytt verslun og þjónusta. Fyrir aftan menningarhúsið er almenningsgarður.

Útfærsla á stokki

Miklabraut liggur í stokk, fjórar akreinar, undir Miklatorgi, þar sem stokkurinn verður á tveimur hæðum (?).
Þar fyrir ofan kemur Snorrabraut (verður hægt að tengjast umferð til vesturs Hringbraut og Miklubraut til austurs undir torginu (?).
Hvernig verður tenging Snorrabrautar við Bústaðaveg?
Bústaðarvegur liggur framhjá Valssvæðinu og fer undir brú sem Arnarhlíð liggur á til suðurs frá Miklatorgi. Umferð á Bústaðavegi til vesturs liggur eftir akrein sem kemur ofan á gangnamunann til vesturs og sameinast þaðan umferð á Hringbraut. Umferð á Bústaðavegi fer til austurs af Hringbraut áður en komið er að gangnamunanum vestanmegin.
Upphaf Arnarhlíðar verður á Miklatorgi.