Leiðbeiningar hverfisskipulagsins

Leiðbeiningar hverfisskipulagsins eru nýjung í skipulagsmálum hérlendis og eru fylgiskjöl með öllum hverfisskipulagsáætlunum borgarinnar. Þær eru grundvallaðar á stefnumörkun Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og er ætlað að leiðbeina um útfærslur á ýmsum heimildum sem fram koma í skilmálum hverfisskipulags.

Leiðbeiningarnar eru skýringargögn með skýringarmyndum sem fylgja skal þegar skilmálar eru nýttir.

Leiðbeiningarnar eru ekki tengdar einstökum hverfum eða skilmálaeiningum heldur eru þær algildar fyrir öll hverfi borgarinnar.

Almenningsrými

Opin svæði, borgar- og hverfisgarðar, dvalar- og leiksvæði og torg

Borgarbúskapur

Forsendur, fyrirkomulag og útfærslur

Einbýlishús

Breytingar, viðbyggingar og þróun einbýlishúsa

Fjölgun íbúða

Aðferðir og gæðakröfur við að fjölga íbúðum í grónu hverfi

Ljósvist

Skipulag ljósvistar í grónum hverfum

Starfsemi í íbúðabyggð

Skilyrði og takmarkanir á atvinnustarfsemi í íbúðabyggð

Útfærsla lóða

Breytingar og möguleikar við útfærslu lóða í grónum hverfum

Blágrænar ofanvatnslausnir

Lausnir við innleiðingu ofanvatnslausna í grónu hverfi

Borgargötur

Endurhönnun á borgargötum í þéttri byggð og við hverfiskjarna

Fjölbýlishús án lyftu

Breytingar, viðbyggingar og þróun eldri fjölbýlishúsa

Hverfiskjarnar

Þróun byggðar og nýting skipulagsheimilda

Parhús og raðhús

Breytingar, viðbyggingar og þróun rað- og parhúsa

Svalir og útlitsbreytingar

Útfærslur og breytingar á svölum, gluggum og öðru ytra byrði húsa

Þakbreytingar

Hækkun þaks og breytingar vegna kvista, þakglugga og þaksvala