Hverfisskipulag
Háaleitis – Bústaða

Kæru íbúar í Háaleiti og Bústöðum!

Vinna við gerð hverfisskipulags fyrir hverfið ykkar er vel á veg komin. Hugmyndir sem hér eru kynntar eru afrakstur umfangsmikils samráðs við ykkur, íbúa í borgarhlutanum, á fyrri stigum og hafa verið unnar áfram af sérfræðingum okkar.

Tillögurnar eru enn í vinnslu og hvetjum við ykkur til að  hafa áhrif á þær með því að taka þátt í samráðinu sem nú stendur yfir.

 

 

Viltu móta þitt framtíðarhverfi?

Hugmyndir að vinnutillögum hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði eru kynntar hér á vefnum frá 14. október til 7. janúar 2022. Ef þú vilt koma með ábendingar  má senda tölvupóst á netfangið skipulag@reykjavik.is merktan Hverfisskipulag Háaleiti-Bústaðir.
Netsamráð
Öllum er velkomið að taka þátt í þessu samráði sem stendur til og með 7. janúar 2022 eða jafn lengi og kynningin á vinnutillögum hverfisskipulagsins stendur yfir á netinu.

Tillögur að þéttingu við Bústaðaveg lagðar til hliðar

12. janúar 2022
Viðhorf til vinnutillagna hverfisskipulags Reykjavíkur fyrir Háaleiti-Bústaði voru kortlögð í Gallup könnun sem var kynnt í dag.  

Nokkur meirihluti er andvígur ýmsum vinnutillögum hverfisskipulags í Háaleiti-Bústöðum sem hafa verið í kynningu frá því í október. Áberandi andstaða kom fram við tillögur um uppbyggingu meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ og við Miklubraut og Háaleitisbraut og verður þétting við Bústaðaveg lögð til hliðar. Góður stuðningur var hinsvegar við ýmsar aðrar tillögur hverfisskipulagsins, s.s. um grænar áherslur við hitaveitustokk, vistlok yfir Kringlumýrarbraut og heimildir til byggingu aukahæðar á fjölbýlishús.

Þetta kemur fram í netkönnun sem Gallup gerði, fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, um nýtt hverfisskipulag í borgarhlutanum Háaleiti-Bústaðir. Könnunin var gerð 15. – 30. nóvember 2021, úrtak könnunarinnar var 884 manns úr póstnúmerum 103 og 108, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls bárust 480 svör og þátttökuhlutfallið því 54,3%
Lesa meira á vef Reykjavíkurborgar

Deildarstjóri Hverfisskipulags segir frá vinnunni við skipulagið
Ævar Harðason
Deildarstjóri Hverfisskipulags
Reykjavíkur.

Gott samtal við íbúa

Hverfisskipulag hefur verið í vinnslu eftir umfangsmikið samráð við íbúa, jafnt unga sem aldna, á árunum 2016-17. Tillögurnar sem eru í vinnslu eru byggðar á þeim fjölmörgu hugmyndum, ábendingum og áherslum sem íbúar settu fram á íbúafundum, í rýnihópum og í vinnu með börnum og ungmennum í skólum hverfanna.

Netsamráð

Hugmyndir að uppbyggingu við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg

Opnað hefur verið fyrir netsamráð hér á vefnum í tengslum við kynningu á vinnutillögum fyrir hverfisskipulag Háaleitis-Bústaða.

Nú geta íbúar í Háaleiti-Bústöðum og aðrir áhugasamir skoðað þrívíddarmyndir af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum við Bústaðaveg og Miklubraut-Háaleitisbraut, sem mjög skiptar skoðanir hafa komið fram um í yfirstandandi kynningaráfanga hverfisskipulags borgarhlutans.

Með þessu samráðstæki er leitast við að fá enn skýrar fram afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í vinnutillögunum.

Öllum er velkomið að taka þátt í þessu samráði sem stendur til og með 7. janúar 2022 eða jafn lengi og kynningin á vinnutillögum hverfisskipulagsins stendur yfir á netinu.

Miklabraut-Háaleitisbraut
Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir þéttingu byggðar.
Myndir: EFLA.
Smellið á mynd til að skoða þrívíddarmynd
Bústaðaðavegur við Grímsbæ
fyrir uppbyggingu á svæðinu.
Myndir: EFLA
Smellið á mynd til að skoða þrívíddarmynd
Miklabraut-Háaleitisbraut
Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – eftir þéttingu byggðar.
Myndir: EFLA.
Smellið á mynd til að skoða þrívíddarmynd
Bústaðaðavegur við Grímsbæ
eftir uppbyggingu á svæðinu.
Myndir: EFLA
Smellið á mynd til að skoða þrívíddarmynd

Kynningargöngur í hverfunum

Efnt var til léttra göngutúra um hverfin í Háaleiti – Bústöðum í tengslum við kynninguna í Austurveri og var þátttaka nokkuð góð. Starfsmenn borgarinnar og skipulagsráðgjafar sögðu frá helstu hugmyndum um uppbyggingu í hverfunum.

Hér má skoða klippur úr hverfisgöngunum þremur:

Háaleiti-Múlar 18. október 2021
Leiti-Gerði 20. október 2021
Bústaðir-Fossvogur 21. október 2021

Upplýsingafundur um hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaðahverfi

Í framhaldi af hverfisgöngunum og kynningu í Austurveri var íbúum og hagsmunaaðilum í Háaleiti-Bústöðum boðið til sérstaks upplýsingafundar í samkomusal Réttarholtsskóla fimmtudaginn 21. október 2021 kl. 19:30.

Þar var sagt frá hugmyndum um uppbyggingu í hverfunum og hvernig hverfisskipulagið muni geta haft áhrif á þróun þeirra til framtíðar. Gafst fundargestum færi á að kynna sér betur þær hugmyndir sem eru í vinnslu, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum.

Viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/402973108130013/?ref=newsfeed 

Hverfafundur borgarstjóra í Háaleiti – Bústöðum

Vinnutillögur hverfisskipulags voru m.a. á dagskrá á opnum íbúafundi borgarstjóra í Réttarholtsskóla fimmtudaginn 14. október 2021.

Upptaka frá íbúafundinum er aðgengileg á þessari síðu, sem og kynningarglærur fyrirlesara.

Dagskrá íbúafundar:
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Háaleiti og Bústaðir

Bryndís Eva Ásmundsdóttir, íbúi í 108 og kennari: 108 4life

Ævar Harðarsson, arkitekt og deildarstjóri hverfisskipulags: 
Samráð við gerð hverfisskipulags fyrir Háaleiti og Bústaði

Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt og ráðgjafi hverfisskipulags: Áhugaverðir möguleikar með hverfisskipulagi

Björn Einarsson, formaður Víkings: Víkingur – Öflug þjónusta í hverfinu okkar

Fundarstjóri var Dóra Magnúsdóttir, formaður hverfisráðs Háaleitis- Bústaða.

Hér er upptaka af fundinum: