Hverfisskipulag
Háaleitis og Bústaða

Kæru íbúar í Háaleiti og Bústöðum!
Gerð hverfisskipulags fyrir hverfið ykkar er á lokametrunum. Vinnan er afrakstur umfangsmikils samráðs við ykkur, íbúa í borgarhlutanum.
Við ætlum að klára hverfisskipulag fyrir öll hverfi í borgarhlutanum á næstu mánuðum.

Kynning á vinnutillögum

Vinnutillögur hverfisskipulags fyrir Háleiti – Bústaði verða kynntar hér á vefnum í sex vikur, frá 14. október til 26. nóvember. Sýning á vinnutillögunum verður í Austurveri dagana 14. október til 20. október. Ef þú vilt koma með ábendingu eða gera athugasemdir má senda tölvupóst á netfangið skipulag@reykjavik.is merktan Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir.

Horft verður til allra athugasemda þegar gengið verður frá endanlegri tillögu að hverfisskipulagi fyrir Háaleiti – Bústaði.

Deildarstjóri Hverfisskipulags segir frá vinnunni við skipulagið
Ævar Harðason
Deildarstjóri Hverfisskipulags
Reykjavíkur.

Gott samtal við íbúa

Hverfisskipulag hefur verið í vinnslu eftir umfangsmikið samráð við íbúa, jafnt unga sem aldna, á árunum 2016-17. Tillögurnar sem eru í vinnslu eru byggðar á þeim fjölmörgu hugmyndum, ábendingum og áherslum sem íbúar settu fram á íbúafundum, í rýnihópum og í vinnu með börnum og ungmennum í skólum hverfanna.

Kynningargöngur í hverfunum

Gerð hverfisskipulags fyrir Háaleiti og Bústaði er á lokametrunum og er vinnan afrakstur umfangsmikils samráðs við ykkur, íbúa hverfanna í Háaleiti og Bústöðum. Af því tilefni bjóðum upp á léttan göngutúr um hverfin þar sem starfsmenn borgarinnar og skipulagsráðgjafar segja frá hugmyndum um uppbyggingu í hverfunum og svara spurningum. 

Nánari upplýsingar um göngurnar:

Bústaðir – Fossvogur 21. október nk.
https://www.facebook.com/events/423934769345453/?ref=newsfeed

Upplýsingafundur um hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaðahverfi

Nú er vinna við hverfisskipulags fyrir Háaleiti og Bústaði í fullum gangi.

Af því tilefni bjóðum við íbúum og hagsmunaaðilum á svæðinu til sérstaks upplýsingafundar í samkomusal Réttarholtsskóla fimmtudaginn 21. október kl. 19.30.

Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum.

Sagt verður frá hugmyndum um uppbyggingu í hverfunum og hvernig hverfisskipulagið muni geta haft áhrif á þróun þeirra til framtíðar. Hægt er að kynna sér vinnutillögurnar á fundinum og hér á vefsíðunni.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

 Verið öll velkomin!

Viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/402973108130013/?ref=newsfeed 

Hverfafundur borgarstjóra í Háaleiti – Bústöðum

Vinnutillögur hverfisskipulags voru m.a. á dagskrá á opnum íbúafundi í Réttarholtsskóla fimmtudaginn 14. október 2021.

Upptaka frá íbúafundinum er aðgengilegt á þessari síðu, sem og kynningarglærur fyrirlesara.

Dagskrá íbúafundar:
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Háaleiti og Bústaðir

Bryndís Eva Ásmundsdóttir, íbúi í 108 og kennari: 108 4life

Ævar Harðarsson, arkitekt og deildarstjóri Hverfisskipulags: 
Samráð við gerð hverfisskipulags fyrir Háaleiti og Bústaði

Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt og ráðgjafi Hverfisskipulags: Áhugaverðir möguleikar með hverfisskipulagi

Björn Einarsson, formaður Víkings: Víkingur – Öflug þjónusta í hverfinu okkar

Fundarstjóri var Dóra Magnúsdóttir, formaður hverfisráðs Háaleitis Bústaða.

Hér er heildarupptaka af fundinum.