Hverfisskipulag Breiðholts staðfest!

Hverfisskipulag fyrir Neðra-Breiðholt, Seljahverfi og Efra-Breiðholt, ásamt leiðbeiningum, hefur verið staðfest og tók það formlega gildi 4. maí 2022 með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hverfisskipulag er skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins.

Helstu markmið hverfisskipulagsins eru að stuðla að sjálfbærum  og vistvænum hverfum, fjölga íbúðum og auðvelda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum sínum.