Spurningar og svör

Ártúnshöfði, Elliðaárvogur er stærsta þróunar- og uppbygginarsvæði Reykjavíkur. Áætlað er að þar rísi allt að 8.000 íbúðir fyrir um 20.000 íbúa og því ekki nema furða að margar spurningar vakni. 

Svör við algengum spurningum má finna hér á síðunni en einnig hvetjum við ykkur öll til að senda inn ábendingu, spurningu eða hrós í boxið neðst á síðunni. 

Hvaða svæði mun fullbyggður borgarhluti ná yfir? Um svæðið, stærð, landslag, áfangaskiptingu o.s.frv.

Rammaskipulagssvæði Elliðaárvogs-Ártúnshöfða er 115 ha. Svæðið afmarkast af Elliðaám til vesturs, Höfðabakka til austurs, Vesturlandsveg til suðurs og sjó til norðurs.

Landslag á Ártúnshöfða skiptir hverfinu í tvö meginsvæði, byggðina uppi á höfðanum og byggðina niðri við voginn. Grænt belti teiknar upp gömlu strandlínuna og brún höfðans og myndar jákvæðan suð- og austlægan jaðar fyrir neðri byggðina.

Ártúnshöfðinn er dreginn sérstaklega fram sem kennileiti með því að færa sjóinn aftur inn að honum með „Elliðahöfn“ sem sker sig inn í landfyllingu og skapar skilyrði fyrir lifandi byggð í nýju bryggjuhverfi sem snýr vel við sól og í skjóli fyrir hafgolu. Elliðaárvogur er einn veðursælasti staðurinn í Reykjavík. Þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfðinn skýlir fyrir suðaustanátt.

Borgarlínan um Stórhöfða er meginæð almenningssamgangna, en Sævarhöfðinn hlykkjast um neðra svæðið. Framlengdur Breiðhöfði liggur sem sjónás í gegnum efri og neðri byggðina þvert á Stórhöfða og Sævarhöfða og sameinar svæðin tvö. Frá Breiðhöfða er útsýni yfir sundin að Viðey, Akrafjalli og Esjunni.

Skipulagsverkefnin er áfangaskipt, sjá kaflann Áætlanir

Hvað er gert ráð fyrir mörgum íbúum?

Rammaskipulagið frá 2016 gerir ráð fyrir um 14.500 íbúum á svæðinu. Samkvæmt uppfærðum tölum má gera ráð fyrir að íbúar geti orðið fleiri, eða allt að 20.000.

Hvar verða leik- og grunnskólar?

Gert er ráð fyrir þremur skólum yngri deilda á rammaskipulagssvæðinu og einum safnskóla eldri deilda. Safnskóli eldri deilda verður staðsettur undir Ártúnshöfðanum á svæði 2. Í suðurenda svæðis 2 verður einnig skóli yngri deilda. Annar skóli yngri deilda er staðsettur á deiliskipulagsvæði Bryggjuhverfis vestur. Gert er ráð fyrir að þriðji skóli yngri deilda geti risið í síðar áföngum þróunar byggðar uppi á Ártúnshöfðanum.

Hvar verða leik- og grunnskólar?

Gert er ráð fyrir þremur skólum yngri deilda á rammaskipulagssvæðinu og einum safnskóla eldri deilda. Safnskóli eldri deilda verður staðsettur undir Ártúnshöfðanum á svæði 2. Í suðurenda svæðis 2 verður einnig skóli yngri deilda. Annar skóli yngri deilda er staðsettur á deiliskipulagsvæði Bryggjuhverfis vestur. Gert er ráð fyrir að þriðji skóli yngri deilda geti risið í síðar áföngum þróunar byggðar uppi á Ártúnshöfðanum.

Hvernig íbúðagerðir verða í borgarhlutanum?
Skipulagstillögurnar gera ráð fyrir blandaðri byggð og fjölbreyttu íbúðaformi í fjölbýli á báðum svæðum, í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Miðað er við að 20% íbúða verði leiguíbúðir, stúdenta¬íbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Einnig að Félagsbústaðir geti átt allt að 5% íbúða á svæðinu.
Hvaða áherslur eru í samgöngumálum innan borgarhlutans? Borgarlína, hjólaleiðir, vistgötur, bílastæði o.s.frv. Hvenær kemur borgarlína? Ert hægt að lifa bíllausum lífsstíl?
Skipulag samgöngumála er með samgöngustefnu aðalskipulags og bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar að leiðarljósi. Almenningssamgöngum, reiðjólum og gangandi verður gert hátt undir höfði. Þegar Borgarlínan kemur verður einfalt að tileinka sér bíllausan lífsstíl.
Hvaða áherslur eru lagðar við hönnun grænna svæða og almenningsrýma?

Áhersla er lögð á gott aðgengi að innihaldsríkum útivistarsvæðum sem mynda samhangandi vef. Í skipulagi byggðar á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog er manneskjan í fyrirrúmi í sátt við umhverfið. Iðnaðarsvæði verður umbreytt í blómlega borgarbyggð þar sem verða tvær borgarlínustöðvar. Svæðið nýtur góðs af nálægð við Elliðaárdal og Grafarvog, útsýni til Esjunnar, Akrafjalls og út á sundin. Svæðið við Elliðaárvog í skjóli höfðans er einstaklega skjólríkt.

Geirsnefi verður umbreytt í stóran almenningsgarð fyrir Ártúnshöfða, Elliðaárvog og Vogabyggð. Þar gætu t.d. verið svæði til íþróttaiðkana. Samfellt grænt svæði undir höfðanum minnir á upprunalegu strandlínu og mun taka við og hreinsa ofanvatn úr gatnaumhverfi uppi á höfðanum og skila því til sjávar í Elliðahöfn, sem er stuttur kanall sem sker sig inn í byggðina. Á brún Ártúnshöfða verður samfelldur útsýnis- og upplifunarstígur kjörinn til að rölta í frítíma, ekki síst við sólarlag á fallegum sumarkvöldum. Annað kerfi grænna svæða verður meðfram farvegi Elliðaánna móts við Geirsnef. Ofanvatnslausnir munu þróast yfir í að verða votlendisflákar og þar verða áningarstaðir og lítil leiksvæði með reglulegu millibili.

Áhersla er lögð á vistlegan frágang í götu- og almennigsrýmum og forgangur gangandi og hjólandi í hverfinu þannig undirstrikaður. Torg verða í tengslum við borgarlínustöðvarnar tvær, á Krossamýrartorgi uppi höfðanum og við Elliðáarvog á mótum framlengds Stórhöfða og Sævarhöfða. Krossamýrartorg tengist stórum almennigsgarði sem mun virka sem grænt lunga í þéttri borgarbyggð umhverfis borgarlínustöðina.

Hönnunarhandbók fyrir landslagshönnun göturýma, almenningsrýma og inngarða mun tryggja að yfirbragð og innihald þessara svæða verði af háum gæðum.

Hvað með atvinnu og verslun og þjónustu innan borgarhlutans?

Kjarni verslunar og þjónustu er við Krossamýrartorg, í hjarta skipulagssvæðisins. Gert er ráð fyrir verslun og þjónustu í smærri mynd, á smærri mælikvarða annars vegar við Bryggjutorg í Bryggjuhverfi vestur og hins vegar við biðstöð Borgarlínu, rétt austan við Elliðaár á svæði 2.

Hvaða tækifæri felast í einstakri nálægðinni við Elliðaárósana og veðursæld hverfisins? Ræða hugmyndir um sundlaug, Elliðahöfn, vatnasport o.s.frv.
Sundlaug! Allt frá skipulagssamkeppninni hefur hugmynd um sundlaug fylgt rammaskipulaginu.Í vinningstillögunni var gert ráð fyrir sundlaug vestast á svæði 2 en nýlega kom fram hugmynd um að sundlaugin verði staðsett nyrst á svæði 3. Þar kemur laugin til með að hafa mikla sérstöðu vegna einstakrar staðsetningar og tengingar við hafið.
Hvaða þýðir BREAM vottun fyrir borgarhlutann?

BREEAM Communities mat á skipulagi samanstendur af 40 efnisköflum sem allir innihalda margar kröfur, þannig að þ.a. matið er mjög víðtækt. Sem dæmi er fFjallað er um samráð, græn og opin svæði, samgöngur, vistfræði, þjónustu, orkunotkun, veituhönnun, hljóðvist og lýsingu, sem dæmi. Það má segja að matskerfið sé eins og risastór gátlisti fyrir góða skipulagsvinnu og það kallar á ýmiss konar greiningarvinnu og stefnumörkun sem hefur jákvæð áhrif á gæði skipulagsins.

Sendu okkur línu ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Hvort sem þú ert með ábendingu, spurningu eða hrós tökum við vel á móti þér ! *
Okkur Form