Stokkar

Kæru Breiðhyltingar. Nýtt hverfisskipulag fyrir öll hverfi Breiðholts er nú komið í formlegt og lögbundið kynningar- og samþykktarferli. Á kynningartímanum, sem stendur til XX. júní, er öllum heimilt að gera athugasemdir við skipulagið. Að honum loknum taka skipulagsyfirvöld athugasemdir sem borist hafa til formlegrar umfjöllunar og meta hvort gera skuli breytingar á auglýstri skipulagstillögu. Tillagan er svo send til samþykktar hjá Skipulagsstofnun og til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Fjölbreyttari hverfi

Hverfisskipulagi er ætlað að gera gróin hverfi í borginni sjálfbærari og vistvænni í takt við breyttar áherslur í samfélaginu.

Styrking hverfiskjarna

Styrking hverfiskjarna hefur jákvæð áhrif á mannlífið og hverfin verða bæði líflegri og eftirsóknarverðari búsetukostur.

Þróunarsvæði

Sjö svæði eru afmörkuð sem þróunarsvæði í Breiðholti þar sem er  fyrirhuguð þónokkur ný uppbygging.  

Grænar og vistvænar áherslur

Í hverfisskipulaginu er lögð áhersla á græna og vistvæna byggð í Breiðholti, í takt við áherslur Reykjavíkurborgar um sjálfbær og vistvæn hverfi. 

Vistvænni samgöngur

Helstu samgöngutengingar við aðliggjandi borgarhluta og milli hverfa eru skilgreindar ásamt hjólreiðastígakerfi og tengingum við verslun og þjónustu.

Vetrargarður í Breiðholti

Vetrargarðurinn á að auka fjölbreytta afþreyingu og stuðla að aukinni útivist og hreyfingu allan ársins hring í höfuðborginni.

Danshús Reykjavíkur

Dans- og fimleikahús verður staðsett í hverfismiðjunni við Austurberg samkvæmt nýju hverfisskipulagi fyrir Breiðholt.

  • Allar tegundir af dansi fái að njóta sín

Samráð við íbúa

Tillögur að hverfisskipulagi Breiðholts eru afrakstur ítarlegasta kynningar- og samþykktarferlis sem ráðist hefur verið í vegna borgarskipulags á Íslandi.

  • Fundir
  • streymi
  • viðburði
Deildarstjóri Hverfisskipulags segir frá vinnunni við skipulagið
Ævar Harðason
FAÍ, ASK arkitektar.
Deildarstjóri Hverfisskipulags
Reykjavíkur.

Gott samtal við íbúa

Hverfisskipulag hefur verið í vinnslu eftir umfangsmikið samráð við íbúa, jafnt unga sem aldna, á árunum 2016-17. Tillögurnar sem eru í vinnslu eru byggðar á þeim fjölmörgu hugmyndum, ábendingum og áherslum sem íbúar settu fram á íbúafundum, í rýnihópum og í vinnu með börnum og ungmennum í skólum hverfanna.

Gerð er grein fyrir því samráði sem fram hefur farið hér:

Deildarstjóri Hverfisskipulags segir frá vinnunni við skipulagið
XXXX XXXXXXXXX
FAÍ, ASK arkitektar.
Deildarstjóri Hverfisskipulags
Reykjavíkur.

Borgarhluti 6 Breiðholt –
Íbúaþátttaka og samráð 20. desember 2019.

Einnig er hægt að skoða Miðasjá hverfisskipulags, sem heldur utan um alla þá miða sem íbúar hafa sett fram á íbúafundum til að tjá hugmyndir eða skoðanir.

  • Íbúaþátttaka og samráð
  • Miðasjá
  • Íbúaþátttaka og samráð
  • Miðasjá