Helstu skipulagsverkefni í Reykjavík

Á þessari síðu er umfjöllun um nokkur af stærstu skipulagsverkefnum Reykjavíkurborgar sem munu hafa mikil áhrif á þróun borgarinnar á næstu árum.

Netkönnun fyrir íbúa í hverfunum við Laugardal

Netkönnun fyrir íbúa í hverfunum við Laugardal

Kæru íbúar í Laugardal hér er netkönnun þar sem hægt er að koma fram ábendingum um hvernig skal gera að gera borgarhlutann ykkar enn betri. Könnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta sem nær til...

Hverfisskipulag Breiðholts staðfest!

Hverfisskipulag Breiðholts staðfest!

Hverfisskipulag fyrir Neðra-Breiðholt, Seljahverfi og Efra-Breiðholt hefur tekið gildi og leysir af hólmi eldri deiliskipulagsáætlanir. Helstu markmið hverfisskipulagsins eru að gróin hverfi í borginni verði sjálfbærari og vistvænni en áður, íbúðum fjölgi og þægilegra verði fyrir húseigendur að gera breytingar á fasteignum sínum.

1.330 börn skoðuðu sýninguna af módelunum

1.330 börn skoðuðu sýninguna af módelunum

Dagana 28. mars. til 1. apríl heimsóttu 1.330 börn úr hverfisskólunum við Laugardal sýninguna undir stúkunni á Laugardalsvelli. Annars vegar til að skoða módel sem samnemendur þeirra höfðu gert af hverfunum umhverfis dalinn og hinsvegar til að leggja í púkkið sínar hugmyndir um hvernig hægt er að gera hverfin enn betri.

Hverfisskipulag
Reykjavíkur

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari og þróa byggðina í takt við breyttar áherslur í samfélaginu. Unnið verður hverfisskipulag fyrir öll hverfi borgarinnar.

Kynntu þér það nýjasta í þessum hverfum:

– Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi – taktu þátt í samráði

Miklubrautarstokkur

Hér er hægt að skoða tillögur fimm þverfaglegra hópa um hvernig hægt er að útfæra uppbyggingu á og við vegstokk við Miklubraut. Tillögurnar eru afrakstur hugmyndaleitar sem Reykjavíkurborg auglýsti 2020.

– Miklubrautarstokkur kynningarvefur

Sæbrautarstokkur

Hér er hægt að skoða tillögur fimm þverfaglegra hópa um hvernig hægt er að útfæra uppbyggingu á og við vegstokk á Sæbraut við Vogahverfi. Tillögurnar eru afrakstur hugmyndaleitar sem Reykjavíkurborg auglýsti 2020.

– Sæbrautarstokkur kynningarvefur

Elliðaárvogur, Ártúnshöfði

Nýr borgarhluti í mótun

Áætlað er að í þessum nýja borgahluta sem nær yfir Ártúnshöfða og Elliðaárvog rísi allt að 8000 íbúðir. Í þeim skipulagsáföngum sem hér eru til kynningar er gert ráð fyrir 3500 íbúðum, tveimur grunnskólum og einum safnskóla í bland við atvinnustarfsemi á næstu árum. Hryggjarstykki uppbyggingarinnar er meðfram fyrirhugaðri Borgarlínu sem liggur í gegnum mitt skipulagssvæðið. 

– Höfðinn kynningarvefur

Skipulagssjá

Í Skipulagssjá Reykjavíkurborgar má nálgast samþykkt deiliskipulag og aðalskipulag fyrir borgina. Þjónustan er öllum opin og gjaldfrjáls.

Borgarvefsjá

Borgarvefsjá er gjaldfrjáls vefþjónusta sem veitir notendum aðgang að ýmsum landfræðilegum upplýsingum um Reykjavík og nágrenni.

Hverfasjá

Í Hverfasjá má nálgast öll skipulagsgögn hverfisskipulags.