Höfðinn

Nýr borgarhluti í mótun

Ártúnshöfði, Elliðaárvogur er stærsta þróunar- og uppbygginarsvæði Reykjavíkur. Áætlað er að þar rísi allt að átta þúsund íbúðir og þrír grunnskólar í fullbyggðum borgarhluta í bland við þjónustu og aðra atvinnustarfsemi á næstu árum. Hryggjarstykki uppbyggingarinnar er meðfram fyrirhugaðri Borgarlínu sem liggur í gegnum mitt skipulagssvæðið. 

Ártúnshöfði og Elliðaárvogur

Forkynning á tillögum að deiliskipulagi 

Þessi kynningarsíða er hluti af forkynningu á tillögum að deiliskipulagi fyrir hluta þess svæðis stefnt er að uppbyggingu á við Ártúnshöfðann og Elliðaárvoginn.

Lykillinn að því að skipuleggja gott borgarumhverfi er að hönnun og skipulag taki mið af daglegum athöfnum og þörfum íbúanna. Því er mikilvægt er að heyra raddir mögulegra íbúa svæðisins sem og annarra borgarbúa áður en lokahönd er lögð á skipulagsáætlanirnar. Þessi samstilling hönnunar og skipulags við daglega notkun tryggir mannvænt og gott borgarumhverfi.

Sendu okkur línu ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Hvort sem þú ert með ábendingu, spurningu eða hrós tökum við vel á móti þér ! *
Okkur Form

Grænar áherslur

Staðsetning svæðisins er einstök. Nálægð við strandlengjuna og útivistarsvæði Elliðaárdals skapar svæðinu mikla sérstöðu í borginni. Elliðaárvogur er einn veðursælasti staðurinn í Reykjavík en þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfðinn skýlir fyrir suðaustanátt. Miðlæg lega þess á höfuðborgarsvæðinu og nálægð við stofnæðar eru forsendur fyrir þéttbyggðu borgarhverfi sem styður við breyttar áherslur í samgöngumálum með Borgarlínu.

Leiðarljós allrar skipulagsvinnu er að styðja við markmið borgarinnar í loftslagsmálum sem stuðla að sjálfbærri þróun borgarumhverfisins. Frekari upplýsingar um fyrirhugaða uppbyggingu er að finna undir Áætlanir

Í hverfinu verða því að veruleika megináherslur Græna plansins, sem er víðtæk áætlun um fjárfestingu, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Til verður þétt, umhverfisvæn byggð í góðum tengslum við hágæða almenningssamgöngur. Miklir möguleikar eru til samgönguhjólreiða, góðra lífsgæða, uppbyggingar íbúða fyrir alla og síðast en ekki síst, grænt og fallegt hverfi. Þannig geta Ártúnshöfði og Elliðaárvogur orðið grænustu hverfi landsins. Stefnt er að því að svæðið fái sérstaka Umhverfisvottun.

Með tilkomu Borgarlínu mun Ártúnshöfði verða beintengdur miðborginni og virka sem framlenging menningar og mannlífs fyrir austurhluta borgarinnar.

Krossamýrartorg – hjarta hverfisins

Krossamýrartorg stendur við Borgarlínuásinn sem liggur í gengum miðju svæðisins. Við torgið verður menningarhús og fjölbreytt verslun og þjónusta. Fyrir aftan menningarhúsið er almenningsgarður.

Yfirlit yfir skipulagssvæðið
Uppdráttur sem sýnir svæði 1 og 2 sem eru afmörkuð með rauðir brotinni línu.

Hamarsstígur – grænt svæði og íbúðarbyggð
Hamarstígur liggur í grænu svæði og garði á milli svæðis 1 og 2. Íbúðarbyggðin trappar sig niður að græna svæðinu.

Breyttir tímar kalla á breytta notkun

Hugmyndir um þróun Ártúnshöfða og Elliðaárvogs hafa lengi verið á dagskrá. Árið 2015 var haldin hugmyndasamkeppni um þróun svæðisins og í framhaldi var unnið rammaskipulag sem var samþykkt í ársbyrjun 2016. Frá þeim tíma hefur verið unnið að deiliskipulagi einstakra hluta svæðisins og hefur t.d. skipulag fyrir stækkun Bryggjuhverfis til vesturs þegar verið samþykkt. Nánar er gerð grein fyrir þessu undir Áætlanir

Síðustu áratugi hefur plássfrek iðnaðarstarfsemi verið einkennandi fyrir svæðið. Þessi starfsemi er þegar farinn að flytja burt af svæðinu og samhliða uppbyggingu fjölbreytts borgarhverfis mun hún víkja að fullu. Enn er þó gert ráð fyrir að léttari iðnaðarstarfsemi sunnar á svæðinu muni halda sér um sinn og að fyrirhuguð uppbygging muni styðja við núverandi starfsemi á nærliggjandi svæðum. Með þessari umbreytingu svæðisins er í raun verið að breyta notkun þessa dýrmæta lands svo það þjóni betur hagsmunum borgarbúa til framtíðar. Til verður öflugur borgarkjarni á Ártúnshöfða sem mun styrkja úthverfin í austurhluta borgarinnar.

Rammaskipulagshöfundur segir frá vinnunni við skipulagið

Þráinn Hauksson
landslagsarkitekt FÍLA, Landslag ehf. Rammaskipulagshöfundur. Landslagshönnun og gerð hönnunarhandbókar.

Fjöldi íbúða og
umhverfisvottun

Á svæðum 1 og 2 er gert ráð fyrir allt að 3.800 íbúðum í bland við atvinnustarfsemi og blómlegt borgarlíf. Tillögurnar hafa verið unnar í samræmi við áherslur aðalskipulags og taka mið af nútímalegum áherslum í borgarþróun og skipulagi. Skipulagsáætlanir þessara svæða verða umhverfisvottaðar af fagaðilum.

Páll Gunnlaugsson deiliskipulagshöfundur ræðir áskorirnar við skipulagið

Páll Gunnlaugsson
arkitekt FAÍ, ASK arkitektar. Deiliskipulagshöfundar svæðis 1.

Björn Guðbrandsson,
arkitekt FAÍ, ARKÍS arkitektar ehf. Rammaskipulagshöfundar og deiliskipulagshöfundar svæðis 2.

Björn Guðbrandsson deiliskipulagshöfundur ræðir áskorirnar við skipulagið

Svæði 1 – Krossamýrartorg
Leið Borgarlínu er merkt með rauðu. Krossamýrartorg er fyrir miðri mynd við Borgarlínuna og tillaga að almenningsgarði norðan við nýtt menningarhús sem stendur við torgið.

Svæði 2 – Sævarhöfði
Svæði 2 liggur undir Sævarhöfða. Fremst á myndinni er Geirsnefið og Elliðaá.

Leið Borgarlínu er merkt með rauðu. Fjærst á myndinni er græna svæði við Hamarinn milli svæðis 1 og 2.

Sundlaugin við Elliðavoginn
Yst á svæðinu við Elliðavoginn er gert ráð fyrir sundlaug með heitum og köldum pottum og sjósundsaðstöðu.

Svæði 3 – Elliðavogur
Á svæði 3 sem liggur við Elliðavogi verður hverfistorg sem tengist kanal, sundlaug hverfisins og fjölbreyttum gönguleiðum. Svæðið mun bjóða uppá frábæra möguleika á að stunda fjölbreytta afþreyingu eins og siglingar, róður og aðrar tómstundir.

Sendu okkur línu ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Hvort sem þú ert með ábendingu, spurningu eða hrós tökum við vel á móti þér ! *
Okkur Form